Ethan Hawke varð fimmtugur á dögunum.
Ethan Hawke varð fimmtugur á dögunum. — AFP
Örlög Bandaríski leikarinn Ethan Hawke segir örlög kollega síns, Rivers Pheonix, hafa ráðið miklu um það að hann fluttist aldrei til Los Angeles en báðir slógu þeir kornungir í gegn í kvikmyndum. „Hann skein skærast og þessi iðnaður gleypti hann.
Örlög Bandaríski leikarinn Ethan Hawke segir örlög kollega síns, Rivers Pheonix, hafa ráðið miklu um það að hann fluttist aldrei til Los Angeles en báðir slógu þeir kornungir í gegn í kvikmyndum. „Hann skein skærast og þessi iðnaður gleypti hann. Það var mér dýrmæt lexía,“ segir Hawke í samtali við breska blaðið The Guardian en Phoenix lést vegna ofneyslu eiturlyfja árið 1993, aðeins 23 ára. „Eigi ég að tilgreina eina ástæðu fyrir því að ég flutti aldrei til LA þá er það vegna þess að andrúmsloftið þar er of hættulegt fyrir leikara eins og mig.“ Saman léku Hawke og Phoenix fimmtán ára í myndinni Explorers en Hawke fékk á hinn bóginn ekki hlutverk í Stand By Me árið eftir heldur drengur með „fuglsnafn“, eins og Rob Reiner leikstjóri tjáði honum.