Sindri Már Hannesson er einn af þremur vinum að norðan sem voru að setja á markað borðspilið Kjaftæði. Sindri ræddi við þá Sigga Gunnars og Loga Bergmann í Síðdegisþættinum og útskýrði fyrir þeim hvernig spilið virkaði.
Sindri Már Hannesson er einn af þremur vinum að norðan sem voru að setja á markað borðspilið Kjaftæði. Sindri ræddi við þá Sigga Gunnars og Loga Bergmann í Síðdegisþættinum og útskýrði fyrir þeim hvernig spilið virkaði. „Kjaftæði er stórskemmtilegt fjölskyldu- og partíspil sem krefst engra hæfileika,“ segir Sindri en með spilinu fylgir svokallaður tannlæknagómur sem heldur munni fólks opnum. Leikurinn snýst svo um að fá liðsfélaga þinn til þess að giska rétt á hvað þú ert að segja. Viðtalið við Sindra má sjá á K100.is.