Útþynntur multi. V-Enginn Norður &spade;K62 &heart;D42 ⋄632 &klubs;ÁD109 Vestur Austur &spade;ÁG10954 &spade;D87 &heart;965 &heart;G10873 ⋄94 ⋄8 &klubs;85 &klubs;K764 Suður &spade;3 &heart;ÁK ⋄ÁKDG1075 &klubs;G32 Suður spilar...

Útþynntur multi. V-Enginn

Norður
K62
D42
632
ÁD109

Vestur Austur
ÁG10954 D87
965 G10873
94 8
85 K764

Suður
3
ÁK
ÁKDG1075
G32

Suður spilar 6.

Sú var tíðin að multi var í sannleika sagt margræð opnun, sem gat innihaldið ýmsar sterkar hendur til hliðar við veika tvo í hálit. Ekki lengur. Sterku handgerðirnar hafa smátt og smátt tínt tölunni og margbreytnin, sem sagnvenjan dregur nafn sitt af, er komin niður í einfalda tvíræðni – veikt með annan hálitinn.

En „multi“ skal það heita og í úrslitaleik nóvembermótsins á ocbl.org opnuðu báðir vestmenn á 2, multi. Austur hindraði í 3 (sittu/breyttu) og suður stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Hvað myndi lesandinn gera?

Svíinn ungi, Simon Hult, stökk í 5 og Svíinn gamli, Gunnar Hallberg, lyfti í 6. Slemman er óhnekkjandi. Ef vestur tekur á Á fara tvö lauf niður í K og D, en með laufi út er drepið á ás og spaða hent í D.

Hinum megin sagði suður 4 við 3 og sagnir dóu út í 5.