Jimmy Page vill spila með fólki og fyrir fólk.
Jimmy Page vill spila með fólki og fyrir fólk. — AFP
Áhyggjur Gamla rokkbrýnið Jimmy Page hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í tónlistarheiminum vegna heimsfaraldursins. „Við verðum að spila með fólki, þurfum á tónleikum að halda og samfélaginu í heild.
Áhyggjur Gamla rokkbrýnið Jimmy Page hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í tónlistarheiminum vegna heimsfaraldursins. „Við verðum að spila með fólki, þurfum á tónleikum að halda og samfélaginu í heild. Án alls þessa hefur tónlistin ekkert gildi,“ segir hann í samtali við tónlistartímaritið GQ. Page segir þetta ekki síst eiga við um unga tónlistarmenn sem séu á uppleið og þurfi nauðsynlega að vekja á sér athygli með tónleikahaldi. Þá segir hann netstreymi aldrei koma í stað alvörutónleika með gestum. „Sjálfur myndi ég aldrei hljóðrita einn og senda einhverjum skrá. Til þess er ég ekki í tónlist.“