Páll Baldvin Baldvinsson
Páll Baldvin Baldvinsson
Nefnd um stofnun þjóðaróperu hefur tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Nefnd um stofnun þjóðaróperu hefur tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Samkvæmt nýjum sviðslistalögum, sem tóku gildi í júlí, er markmið nefndarinnar að styðja sérstaklega við óperustarfsemi hér á landi ásamt því að kanna kosti og galla stofnunar þjóðaróperu.

Nefndina skipa Páll Baldvin Baldvinsson, sem er formaður og skipaður án tilnefningar, Vilborg Soffía Karlsdóttir, tilnefnd af Íslensku óperunni, Þóra Einarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson og Arnbjörg María Daníelsen, sem öll eru tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, og Gísli Rúnar Pálmason, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti. „Hugmyndir um þjóðaróperu sem ræddar voru í tengslum við gerð [nýju sviðslistalaganna] miða m.a. að því að styrkja umgjörð um óperuflutning og málefni þess listforms hér á landi,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningu og áréttað að hún hlakki til að kynna sér tillögur nefndarinnar síðar í vetur.