Douglas Stuart
Douglas Stuart
Skoski rithöfundurinn Douglas Stuart hlýtur Booker-bókmenntaverðlaunin fyrir frumraun sína sem nefnist Shuggie Bain .
Skoski rithöfundurinn Douglas Stuart hlýtur Booker-bókmenntaverðlaunin fyrir frumraun sína sem nefnist Shuggie Bain . Skáldsagan gertist á níunda áratug síðustu aldar í Glasgow og fjallar um strákinn Shuggie sem reynir að hjálpa móður sinni, Agnes Bain, sem glímir bæði við fátækt og fíkn. Í frétt BBC um málið er haft eftir Margaret Busby, formanni dómnefndar, að það hafi aðeins tekið dómnefndina um klukkustund að komast að samhljóða niðurstöðu. Segir hún skáldsöguna ekki vera auðvelda aflestrar, en „lesturinn felur í sér von, sagan er krefjandi, persónuleg og grípandi“ og að „sérhver sá sem les hana verður aldrei samur eftir“. Stuart, sem hlýtur um níu milljónir króna að launum, tileinkaði móður sinni bókina og verðlaunin, en hún lést úr alkóhólisma þegar hann var aðeins 16 ára. Í þakkarræðu sinni sagði Stuart það „stærstu gjöfina“ að fá tækifæri til að „hafa áhrif á líf lesenda“. Að hans sögn er bókin „ástarsaga sem rannsakar skilyrðislausa ást barna á ófullkomnum foreldrum sínum og hvernig reynir á þessa ást“.