Kempa Gunnleifur er sá leikjahæsti á Íslandsmótinu frá upphafi.
Kempa Gunnleifur er sá leikjahæsti á Íslandsmótinu frá upphafi. — Morgunblaðið/Ómar
Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í knattspyrnu, hefur lagt skóna á hilluna, 45 ára gamall.

Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í knattspyrnu, hefur lagt skóna á hilluna, 45 ára gamall.

Gunnleifur spilaði ekkert í sumar þar sem hann var aðstoðarþjálfari og varamarkvörður Breiðabliks á Íslandsmótinu. Gunnleifur spilaði 439 deildarleiki á Íslandi en hann lék fyrst með HK árið 1994. Hann spilaði 304 leiki í efstu deild með KR, Keflavík, HK, FH og Breiðabliki. Þá á hann 26 A-landsleiki á árunum 2000 til 2014.