Dómari Stephanie Frappart fær stórt verkefni á morgun.
Dómari Stephanie Frappart fær stórt verkefni á morgun. — AFP
Franski knattspyrnudómarinn Stephanie Frappart öðlast sérstakan sess í knattspyrnusögunni á morgun þegar hún verður fyrsta konan sem dæmir karlaleik í Meistaradeild Evrópu.

Franski knattspyrnudómarinn Stephanie Frappart öðlast sérstakan sess í knattspyrnusögunni á morgun þegar hún verður fyrsta konan sem dæmir karlaleik í Meistaradeild Evrópu. Frappart mun annast dómgæsluna þegar ítölsku meistararnir í Juventus taka á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Tórínó í G-riðli keppninnar.

Frappart dæmdi á dögunum leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM kvenna í Gautaborg. Hún hefur þegar dæmt í Evrópudeildinni hjá körlunum.