Útför Fakhrizadeh var borinn til grafar í gær. Íran hefur sakað Ísraelsmenn um að hafa myrt hann.
Útför Fakhrizadeh var borinn til grafar í gær. Íran hefur sakað Ísraelsmenn um að hafa myrt hann. — AFP
Talsmenn stjórnvalda í Íran sökuðu í gær ísraelsku leyniþjónustuna Mossad, sem og hóp stjórnarandstæðinga sem gerður hefur verið útlægur frá Íran, um að hafa myrt kjarneðlisfræðinginn Mohsen Fakhrizadeh í síðustu viku.

Talsmenn stjórnvalda í Íran sökuðu í gær ísraelsku leyniþjónustuna Mossad, sem og hóp stjórnarandstæðinga sem gerður hefur verið útlægur frá Íran, um að hafa myrt kjarneðlisfræðinginn Mohsen Fakhrizadeh í síðustu viku.

Sagði Ali Shamkani, varaaðmíráll og yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans, að aðgerðin sem felldi Fakhrizadeh hefði verið „mjög flókin“ og treyst á fjarstýrð vopn, þannig að enginn árásarmanna hefði verið á staðnum.

Sakaði Shamkani meðal annars útlagahópinn „Heilaga stríðsmenn alþýðunnar í Íran“, MEK, um að hafa staðið að árásinni ásamt Ísrael, en hann bar ábyrgð á því fyrir rúmum 15 árum að ljóstra upp um kjarnorkuvopnaáætlun Írans, sem og þátt Fakhrizadehs í henni.

Talsmenn MEK neituðu ásökunum Íransstjórnar í gær og sögðu þær enn eitt dæmið um vænisýki klerkastjórnarinnar.

Íhuga svör við árásinni

Fakhrizadeh var borinn til grafar í gær og hétu írönsk stjórnvöld því að þau myndu heiðra minningu hans með því að leggja enn meira fjármagn í kjarnorkurannsóknir hans, en hann hefur verið sagður faðir kjarnorkuáætlunar Írans.

Voru nokkrir háttsettir ráðamenn viðstaddir útförina, þar á meðal varnarmálaráðherrann Amir Hatami og Hossein Salami, yfirmaður byltingarvarðarins.

Írönsk stjórnvöld eru nú sögð íhuga svar við árásinni sem felldi Fakhrizadeh, og hafa harðlínumenn á íranska þinginu kallað eftir því að alþjóðlegum eftirlitsmönnum með kjarnorkumálum landsins verði vísað úr landi.