Í dag, fullveldisdaginn 1. desember, kl. 18.00, verður sendur út frá Valhöll fundur á vegum Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, þar sem aðalræðumaður verður Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fjallar um fullveldið.
Í dag, fullveldisdaginn 1. desember, kl. 18.00, verður sendur út frá Valhöll fundur á vegum Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, þar sem aðalræðumaður verður Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fjallar um fullveldið.
Formaður félagsins, Styrmir Gunnarsson, segir nokkur orð í upphafi fundarins.
Í fréttatilkynningu kemur fram að hægt verði að fylgjast með fundinum á Fullveldisfelagid.is eða á fésbókarsíðu Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál.