Dagur íslenskrar tónlistar er í dag og verður deginum fagnað á margvíslegan hátt. Útvarpsstöðvar setja til að mynda íslenska tónlist í forgrunn og tónmenntakennarar hafa æft með nemendum lög sem þeir syngja í dag.
Dagur íslenskrar tónlistar er í dag og verður deginum fagnað á margvíslegan hátt. Útvarpsstöðvar setja til að mynda íslenska tónlist í forgrunn og tónmenntakennarar hafa æft með nemendum lög sem þeir syngja í dag. Klukkan 13 hefst svo dagskrá sem verður í beinni á RÚV og verða þar flutt þrjú lög. Fyrst flytur Bríet Esjuna eftir þau Pálma Ragnar Ásgeirsson. Þá flytur Una Stefánsdóttir Tunglið, tunglið taktu mig eftir Stefán S. Stefánsson og ljóðið eftir Theodóru Thoroddsen. Loks flytur Björn Jörundur Lítinn fugl eftir Sigfús Halldórsson en í ár er öld frá fæðingu sönglagaskáldsins vinsæla.