Knattspyrnumaðurinn Hallur Flosason hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt ÍA um eitt ár en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.
Knattspyrnumaðurinn Hallur Flosason hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt ÍA um eitt ár en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.
Hallur, sem er 27 ára gamall, hefur leikið með ÍA allan sinn feril en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2011. Hann á að baki 82 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað fjögur mörk en alls hefur hann leikið 120 meistaraflokksleiki fyrir Skagamenn. Hann lék ellefu leiki með ÍA í úrvalsdeildinni í sumar.