Líneik Anna Sævarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
„Frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð verður flókið í afgreiðlsu,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar. Frumvarpið var afgreitt af þingflokkum í stjórnarmeirihluta í gær og útbýtt á Alþingi.
„Frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð verður flókið í afgreiðlsu,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar. Frumvarpið var afgreitt af þingflokkum í stjórnarmeirihluta í gær og útbýtt á Alþingi. Málið hefur verið umdeilt og hafa bændur og sveitarstjórnarfólk haft uppi háværa gagnrýni um áformin. Líneik segir málið nokkuð breytt frá því það var síðast lagt fyrir þingflokka og í samráðsgátt. Svæðisskipulag sé nú í höndum sveitarstjórna og fyrirkomulag ákvarðana um verndarflokka mismunandi svæða hafi breyst. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir nokkra fyrirvara við málið.