Ademola Lookman
Ademola Lookman — AFP
Leicester City tapaði í gær óvænt á heimavelli fyrir Fulham 1:2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fulham, sem er í 17. sæti deildarinnar, hafði aðeins unnið einn leik í deildinni þegar kom að leik liðanna.

Leicester City tapaði í gær óvænt á heimavelli fyrir Fulham 1:2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fulham, sem er í 17. sæti deildarinnar, hafði aðeins unnið einn leik í deildinni þegar kom að leik liðanna. Liðið er nú með sjö stig eftir 10 leiki en Leicester er með 18 stig í 4. sæti.

Ademola Lookman og Ivan Cavaleiro skoruðu fyrir Fulham en Harvey Barnes fyrir Leicester.

West Ham United vann þriðja leikinn í röð þegar liðið vann Aston Villa 2:1 eftir spennuleik í London. Angelo Ogbonna og Jarrod Bowen skoruðu fyrir West Ham en Jack Grealish fyrir Villa.

Ollie Watkins brenndi af vítaspyrnu fyrir Aston Villa á 76. mínútu þegar hann skaut í slá. Hann kom boltanum í markið í uppbótartíma og taldi sig hafa jafnað. Eftir að myndband hafði verið skoðað var ákveðið að markið myndi ekki standa vegna rangstöðu.

Eftir rólega byrjun er West Ham í 5. sæti með 17 stig en Aston Villa í 10. sæti með 15 stig. Villa hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum.