Ökutæki Tryggingar hafa hækkað talsvert hér á landi undanfarin ár.
Ökutæki Tryggingar hafa hækkað talsvert hér á landi undanfarin ár. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Árið 2019 og það sem af er árinu 2020 hefur slösuðum í umferðinni fækkað verulega frá fyrri árum. Þá hefur bifreiðum í umferð sömuleiðis fækkað. Þetta kemur fram í umfjöllum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Árið 2019 og það sem af er árinu 2020 hefur slösuðum í umferðinni fækkað verulega frá fyrri árum. Þá hefur bifreiðum í umferð sömuleiðis fækkað. Þetta kemur fram í umfjöllum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Bendir félagið á gögn Samgöngustofu, en í þeim kemur fram að slösuðum vegna umferðarslysa hefur fækkað um 24% frá árinu 2016. Þrátt fyrir það hefur vísitala ábyrgðartrygginga ökutækja hækkað um 20%, en neysluverðsvísitala um aðeins 11%. Þannig hafa ökutækjatryggingar hækkað um 9% að raungildi frá árinu 2016 til ársins 2020 á sama tíma og slysum fækkar um fyrrnefnd 24%. Samtals voru umferðarslys á fyrstu átta mánuðum ársins 703 talsins. Á sama tímabili var umræddur fjöldi 923.

Þá hefur athugun FÍB jafnframt sýnt að frá árinu 2008 til ársloka 2019 hafa ábyrgðartryggingar ökutækja hækkað tvöfalt meira en vísitala neysluverðs. Iðgjöldin tóku sérstaklega mikið stökk árið 2014, en frá þeim tíma jukust þau umtalsvert. Í samanburði félagsins kemur enn fremur fram að ökutækjatryggingar hér á landi eru allt að tvöfalt dýrari en í hinum norrænu ríkjunum.