Níska. S-Enginn Norður &spade;62 &heart;KD932 ⋄75 &klubs;K1087 Vestur Austur &spade;K10754 &spade;G83 &heart;-- &heart;Á76 ⋄Á1043 ⋄K982 &klubs;DG53 &klubs;942 Suður &spade;ÁD9 &heart;G10854 ⋄DG6 &klubs;Á6 Suður spilar 4&heart;.

Níska. S-Enginn

Norður
62
KD932
75
K1087

Vestur Austur
K10754 G83
-- Á76
Á1043 K982
DG53 942

Suður
ÁD9
G10854
DG6
Á6

Suður spilar 4.

Peter Fredin fékk út D gegn fjórum hjörtum. Hagstætt útspil, við fyrstu sýn, en Fredin var ekki sérlega bjartsýnn, því vestur hafði komið inn á spaðasögn í upphafi og átti mjög líklega K.

Fredin og mannskapur hans komst í undanúrslit í síðasta móti Netbridge.online, en tapaði þá fyrir fyrir Rauðu djöflunum frá Belgíu. Ekki var þó þessu spili um að kenna. Fredin tók heima á Á og spilaði hjarta. Austur drap strax og þrumaði G í gegnum ÁD9. Fredin setti drottninguna, austur drap og spilaði laufi – skiljanlega, því sagnhafi gat hvað best verið með K.

Fredin sá engan tilgang í því að svína tíunni, svo hann tók á K og trompaði lauf. Spilaði hjarta á blindan og trompaði aftur lauf. Kláraði því næst trompin og fór niður á þrjú spil heima: Á9 og D. Vestur tímdi ekki að henda Á og borgaði fyrir þá nísku dýrum dómum.