Greiddar gistinætur ferðamanna á gististöðum hérlendis voru 69 þúsund í októbermánuði. Í sama mánuði ársins 2019 voru næturnar 779 þúsund talsins. Nemur samdrátturinn 91% milli ára.

Greiddar gistinætur ferðamanna á gististöðum hérlendis voru 69 þúsund í októbermánuði. Í sama mánuði ársins 2019 voru næturnar 779 þúsund talsins. Nemur samdrátturinn 91% milli ára.

Af seldum gistinóttum voru 45 þúsund þeirra, eða 65%, skráð á Íslendinga en 24 þúsund á erlenda gesti. Fækkunin var mest á hótelum eða 91% . Á gistiheimilum var samdrátturinn 86% og á öðrum tegundum gististaða, farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv., var samdrátturinn 88%.Gríðarleg fækkun hefur orðið á framboðnum hótelherbergjum á þessu ári. Sé litið til samanburðar við síðasta árs voru 43,3% færri herbergi í boði á höfuðborgarsvæðinu en í októbermánuði í fyrra. Samdrátturinn var aðeins 10,8% á Suðurnesjum sem skera sig úr en á Austurlandi var samdrátturinn 43,1% frá sama mánuði í fyrra. Á Suðurlandi var samdrátturinn næstminnstur á eftir Suðurnesjum eða 20,9% en á Norðurlandi var samdrátturinn 28,3% og 30,5% færri herbergi voru í boði á Vesturlandi og á Vestfjörðum.