Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann heyrðu í Villa naglbít og spurðu hann út í lífið og tilveruna á Covid-tímum. Þar fengu þeir einnig að vita að Hljómsveitin 200 þúsund naglbítar samdi óvart jólalag.
Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann heyrðu í Villa naglbít og spurðu hann út í lífið og tilveruna á Covid-tímum. Þar fengu þeir einnig að vita að Hljómsveitin 200 þúsund naglbítar samdi óvart jólalag. Villi segir aðalmálið við Covid-ástandið vera hversu mikilvægt það sé að halda geðheilsunni og hausnum í góðu lagi. Jólalagið „Í fjarska logar lítið ljós“ kom út á dögunum og er það fyrsta jólalag hljómsveitarinnar. Villi segir lagið mjög rokkaðan sálm og mjög Naglbítalegt jólalag. Viðtalið við Villa má hlusta á á K100.is.