Litháen Elvar Már hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína.
Litháen Elvar Már hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína. — Ljósmynd/Sveinn Helgason
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn leikmaður nóvembermánaðar í efstu deildinni í körfuknattleik í Litháen. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu náði lið Elvars, Siauliai, að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni á tímabilinu í nóvember.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn leikmaður nóvembermánaðar í efstu deildinni í körfuknattleik í Litháen.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu náði lið Elvars, Siauliai, að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni á tímabilinu í nóvember.

Elvar þótti fara fyrir liðinu í þessum leikjum og tölurnar hjá honum í nóvember eru ekkert slor: 18,5 stig að meðaltali og 9,5 stoðsendingar að meðaltali.

Elvar er fyrsti Íslendingurinn sem leikur í efstu deild í Litháen.