Arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson.
Arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson.
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hlaut á dögunum viðurkenningu Minjastofnunar Íslands fyrir mikilvægt brautryðjendastarf á sviði varðveislu menningarminja; fyrir mikilvægt og merkilegt frumkvöðlastarf á sviði endurgervingar sögulegra bygginga og rannsókna...

Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hlaut á dögunum viðurkenningu Minjastofnunar Íslands fyrir mikilvægt brautryðjendastarf á sviði varðveislu menningarminja; fyrir mikilvægt og merkilegt frumkvöðlastarf á sviði endurgervingar sögulegra bygginga og rannsókna á íslenskri húsagerðarsögu.

Þorsteinn Gunnarsson lauk námi í húsagerðarlist frá arkitektaskóla Konunglega danska Listaháskólans í Kaupmannahöfn árið 1966. Hann var fyrstur Íslendinga til þess að útskrifast úr þeirri deild skólans sem sérhæfir sig í endurgervingu gamalla húsa og könnun eldri byggðar.

Samhliða náminu í Kaupmannahöfn var Þorsteinn við sérnám í byggingafornleifafræði við École francaise d´archéologie d´Athénes í Grikklandi frá 1963 til 1964. Verkefni hans, sem var hluti af viðameiri fornleifarannsókn, fólst í ýtarlegri rannsókn og nákvæmri uppmælingu á leikhúsinu í Delfí.

Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur árið 1967 og hóf rekstur eigin teiknistofu. Með komu Þorsteins til starfa urðu þáttaskil í húsaverndarmálum hér á landi. Sem fyrsti íslenski arkitektinn með sérmenntun í byggingarsögulegum rannsóknum og endurgervingu gamalla húsa innleiddi hann ný og fagleg vinnubrögð í þessum greinum hér. Meðal verkefna sem hann hefur komið að hér, með fleirum, var endursmíði Viðeyjarstofu og -kirkju, endurreisn Hóladómkirkju, endurreisn Bessastaðastofu og annarra húsa forsetasetursins, endurgerð Nesstofu og endurbætur Dómkirkjunnar og Stjórnarráðshússins. Þorsteinn var líka einn hönnuða Borgarleikhússins.