Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ungverjalandi í undankeppni EM á Szusza Ferenc-vellinum í Búdapest í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ungverjalandi í undankeppni EM á Szusza Ferenc-vellinum í Búdapest í dag. Þetta er lokaleikur liðsins í undankeppninni en Ísland er með 16 stig í öðru sæti F-riðils undankeppninnar og öruggt með annað sæti riðilsins. Íslenska liðið er hins vegar í harðri baráttu um sæti í lokakeppni EM 2022. Þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti síns riðils í undankeppninni fara beint á EM en hin sex liðin, sem hafna í öðru sæti, þurfa að fara í umspil um laust sæti á EM. 26