Atkvæðamikill Teitur Örn Einarsson átti góðan leik.
Atkvæðamikill Teitur Örn Einarsson átti góðan leik. — Ljósmynd/Kristianstad
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson átti mjög góðan leik þegar lið hans, Kristianstad, lagði hið slóvakíska Tatran Presov í Evrópudeildinni í handknattleik karla í gær.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson átti mjög góðan leik þegar lið hans, Kristianstad, lagði hið slóvakíska Tatran Presov í Evrópudeildinni í handknattleik karla í gær. Teitur Örn skoraði fimm mörk úr skyttustöðunni hægra megin og gaf sjö stoðsendingar á samherja sína í öruggum 32:25-sigri.

Eftir sigurinn er Kristianstad í öðru sæti B-riðils Evrópudeildarinnar með sex stig eftir fimm leiki, en hefur þó spilað fleiri leiki en öll hin liðin í riðlinum til þessa. gunnaregill@mbl.is