Geirsgata 11 Hefst þar smíði trefjabáta?
Geirsgata 11 Hefst þar smíði trefjabáta? — Morgunblaðið/sisi
ASK Arkitektar ehf. hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar þess efnis hvort leyfð verði starfsemi sem felur í sér þróun og framleiðslu trefjabáta í húsinu á lóð nr. 11 við Geirsgötu. Beiðninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra...

ASK Arkitektar ehf. hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar þess efnis hvort leyfð verði starfsemi sem felur í sér þróun og framleiðslu trefjabáta í húsinu á lóð nr. 11 við Geirsgötu. Beiðninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa.

Umrætt hús hefur verið í fréttum undanfarið vegna áforma malasíska auðkýfingsins Vincents Tans, eiganda Geirsgötu 11, um að byggja rúmlega 33 þúsund fermetra byggingu með hóteli á Miðbakka hafnarinnar. Borgaryfirvöld höfnuðu sem kunnugt er beiðni Tans.

Fram kemur í bréfi ASK að Rafnar ehf., félag sem þróar og framleiðir trefjabáta, hafi hug á að vera með hluta framleiðslu sinnar í Geirsgötu 11. Framleiðslan sé í lokuðu kerfi og lítil sem engin lykt eða önnur mengun af hennar völdum.

Um er að ræða hluta hússins, eða 1.500 fermetra framleiðslurými og 200 fermetra skrifstofur. Tekið er fram að húsnæðið sé til útleigu til skemmti tíma (3-5 ár) á meðan framtíðarnýting lóðarinnar verði skoðuð. sisi@mbl.is