— Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Fulltrúar stúdenta við Háskóla Íslands lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar forseta í gær, í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Með þeim var Jón Atli Benediktsson, rektor skólans.
Fulltrúar stúdenta við Háskóla Íslands lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar forseta í gær, í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Með þeim var Jón Atli Benediktsson, rektor skólans. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, og Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs, leggja hér blómin að leiði Jóns en á bak við þær stendur Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins. Stúdentaráð fagnar 100 ára afmæli sínu nú um stundir og af því tilefni fer fram málþing á föstudaginn, að viðstöddum forseta Íslands, forsætisráðherra og menntamálaráðherra. Verður málþinginu streymt á netinu og þar meðal annars sýndur bútur úr nýrri heimildarmynd um 100 ára baráttusögu stúdenta við HÍ.