Marninó Örn Tryggvason hefur starfað á vettvangi Kviku frá 2017.
Marninó Örn Tryggvason hefur starfað á vettvangi Kviku frá 2017. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Með sameiningu Kviku og TM verður til fjármálafyrirtæki sem þjónustað getur allar stærðir fyrirtækja.

„Það hefur verið einn af veikleikum Kviku að við höfum verið með tiltölulega lítinn efnahagsreikning miðað við stóru bankana. Lánabókin hefur verið í kringum 30 milljarðar í nokkur ár. Það hefur því oft leitt til þess að öflug fyrirtæki sem við höfum unnið með og stutt við hafa vaxið upp úr bankanum. Þau þurfa hreinlega á ákveðnum tímapunkti stærri fyrirgreiðslu en við höfum getað veitt. Með sameiningunni nú eigum við að geta veitt nánast öllum íslenskum fyrirtækjum, sem ekki sækja fjármögnun erlendis, þá þjónustu sem þau þurfa á að halda.“

Þetta segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, en með samruna Kviku og TM rennur lánabók Lykils m.a. inn í bankastarfsemina sem mun stækka efnahagsreikning bankans til muna. Gefið hefur verið út að gera megi ráð fyrir allt að 1,5 milljarða króna samlegð af samrunanum þegar hann verður að fullu kominn til framkvæmda og útskýrir Marinó að það sé fyrst og fremst komið til vegna bættra fjármögnunarkjara á umsvifum Lykils. Aðspurður segir hann að ekki sé gert ráð fyrir því í útreikningunum að fjármögnunarkjör Kviku muni batna við samrunann en breiðari tekjustofnar, m.a. af tryggingastarfsemi, ættu þó að auka stöðugleika í rekstri og arðsemi sem aftur gæti skilað betri kjörum og ef það gerist muni það koma til viðbótar þeirri kostnaðarsamlegð sem nú er gert ráð fyrir.