Twitter Myndbirtingin hefur valdið hneykslan í Ástralíu og víðar.
Twitter Myndbirtingin hefur valdið hneykslan í Ástralíu og víðar. — AFP
Twitter tilkynnti í gærmorgun að fyrirtækið hygðist ekki fjarlægja sviðsetta ljósmynd, sem talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins setti á embættissíðu sína, þar sem veist var að Áströlum vegna meintra stríðsglæpa sem ástralskir hermenn eru sagðir...

Twitter tilkynnti í gærmorgun að fyrirtækið hygðist ekki fjarlægja sviðsetta ljósmynd, sem talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins setti á embættissíðu sína, þar sem veist var að Áströlum vegna meintra stríðsglæpa sem ástralskir hermenn eru sagðir hafa framið í Afganistan á árunum 2005-2006.

Ákvað Twitter að setja viðvörunarmerki við myndina um að þar væri um „viðkvæmt efni“ að ræða, en sagði að pólitískar deilur væru almennt ekki í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Frakkar og Nýsjálendingar höfðu einnig fordæmt myndbirtingu Kínverja, en þeir sögðu í gær enga ástæðu til að fjarlægja myndina.