Finnbogi Pétursson myndlistarmaður er höfundur kærleikskúlunnar í ár og hefur nefnt hana „Þögn“. Líkt og fyrri ár rennur ágóði sölu kúlunnar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Sala á kúlunni hefst á morgun.
Finnbogi Pétursson myndlistarmaður er höfundur kærleikskúlunnar í ár og hefur nefnt hana „Þögn“. Líkt og fyrri ár rennur ágóði sölu kúlunnar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Sala á kúlunni hefst á morgun. Finnbogi segir kærleikskúluna geyma „augnabliks þögn – eina sekúndu á metra löngu segulbandi. Upptakan er gerð á Arnarstapa sumarið 1986 milli klukkan þrjú og fjögur að nóttu. Þarna hitti ég á stundina þegar allt þagnar; fuglarnir, sjórinn, vindurinn, rollurnar – flugurnar. Stundina þegar náttúran endurstillir sig, verður hljóð og nýr dagur rennur upp.“