Ungverjaland - Ísland
Ungverjaland - Ísland — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu sem fer fram á Englandi sumarið 2022. Þetta verður fjórða lokamót EM sem Ísland kemst á í röð.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu sem fer fram á Englandi sumarið 2022. Þetta verður fjórða lokamót EM sem Ísland kemst á í röð.

Ísland sigraði Ungverjaland 1:0 í gær og skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sigurmarkið með fallegu skoti um miðjan seinni hálfleik leiksins. Ekki varð ljóst fyrr en eftir leiki gærkvöldsins að sætið væri tryggt en Ísland var eitt þriggja liða með bestan árangur í 2. sæti undankeppninnar og slapp því við umspil. 22-23