Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áhrif kórónuveirufaraldursins rista djúpt í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár.

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Áhrif kórónuveirufaraldursins rista djúpt í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár.

Borgin gerir ráð fyrir 11,3 milljarða króna rekstrarhalla á A-hluta á næsta ári en borgaryfirvöld ætla samt sem áður að ráðast í 175 milljarða fjárfestingar á næstu þremur árum.

Fjárfestingarnar felast m.a. í íbúðauppbyggingu og byggingu íþróttamannvirkja.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafði orð á því þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætluninni í borgarstjórn í gær, að stórauknar fjárfestingar borgarinnar á næstu árum skæru sig úr í samanburði við fjárfestingaráform nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Í umræðum um málið sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að borgin hefði safnað skuldum í góðærinu, það gerði verkefnið sem nú blasti við miklu erfiðara en ella. Á borgarstjórnarfundinum í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að 2,8 milljarða króna arðgreiðslum Orkuveitu Reykjavíkur yrði ráðstafað til lækkunar útsvars.

Spá fyrir næsta ár
» Rekstrartekjur borgarinnar verða tæpir 134 milljarðar
» Gjöld verða 137 milljarðar
» Rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar verður því neikvæð um 2,7 milljarða