Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, segir að næsta ár verði vel nýtt til að undirbúa liðið sem best fyrir EM 2022. „Það er löng bið en þetta eru bara kringumstæðurnar í heiminum í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, segir að næsta ár verði vel nýtt til að undirbúa liðið sem best fyrir EM 2022. „Það er löng bið en þetta eru bara kringumstæðurnar í heiminum í dag. Ég tel að við höfum verið með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni og við tökum næsta ár í góðan undirbúning,“ segir Sara meðal annars í Morgunblaðinu í dag. Hún segir það vera spennandi tilhugsun að spila á sögufrægum leikvöngum á Englandi. „Ég held að þetta verði geggjað mót.“ 23