Jón Magnússon
Jón Magnússon
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifaði í gær, á fullveldisdaginn, um nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins svokallaða, MDE. Hann segir að frá því að Ísland fékk fullveldi hafi það kosið að deila fullveldinu mismikið með öðrum þjóðum og meðal annars „samþykkt að fara eftir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í raun“. MDE hafi kveðið upp þann dóm að ráðherra og Alþingi hefðu brotið gróflega af sér við skipun dómara Landsréttar.

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifaði í gær, á fullveldisdaginn, um nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins svokallaða, MDE. Hann segir að frá því að Ísland fékk fullveldi hafi það kosið að deila fullveldinu mismikið með öðrum þjóðum og meðal annars „samþykkt að fara eftir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í raun“. MDE hafi kveðið upp þann dóm að ráðherra og Alþingi hefðu brotið gróflega af sér við skipun dómara Landsréttar.

Jón skrifar: „Það er dapurlegt þegar þjóð sem telur sig vera frjálsa og fullvalda telur sig þurfa að hlíta valdboði frá Strassborg í máli, þar sem íslensk stjórnvöld fóru að öllum lýðræðislegum reglum, máli, sem fékk nákvæma skoðun og ekki var hallað neinum lýðræðislegum rétti, mannréttindum eða pólitísku öryggi borgaranna. Þá er gjörsamlega fráleitt að skipun dómaranna í Landsrétti hafi getað leitt til þess að mannréttindi annarra en þeirra sem ekki fengu skipun væru hugsanlega brotin.

Með þessum dómi reynir Mannréttindadómstóll Evrópu að taka sér vald sem er óeðlilegt þegar í raun engin mannréttindi eru brotin, þó ekki væri farið í einu og öllu að niðurstöðu valnefndar eins og hún væri staðgengill Guðs á jörðinni.

Þetta er enn sérstakara þegar fyrir liggur að ábyrgð á skipun dómara er hjá ráðherra og Alþingi en ekki hjá valnefndinni.

Það er sjálfsagt kominn tími til að íslenska þjóðin taki nú undir með forföður sínum Jóni Loftssyni Oddaverja og segi:

„Heyra má ég erkibiskups dóm, en ráðinn er ég í að hafa hann að engu.““