Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í gær nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Hann kveðst í samtali við Morgunblaðið í dag vera bjartsýnn á að það verði samþykkt.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í gær nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Hann kveðst í samtali við Morgunblaðið í dag vera bjartsýnn á að það verði samþykkt.

Ekki er þó að heyra á samherjum hans í ríkisstjórn að þar ríki eintóm hamingja með frumvarpið. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins birti í gær fjölmarga og ítarlega fyrirvara í sjö meginliðum, sem eru svo veigamiklir að frumvarpið þarf að taka miklum breytingum eigi Framsókn að styðja það. Sjálfstæðismenn gera einnig sína fyrirvara.

Þingmenn sem Morgunblaðið ræddi við segja málið flókið og óútrætt, en ekki hjálpi upp á að það sé seint fram komið á síðasta þingvetri. 10