Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar, hefur sent frá sér tvöfaldan hljómdisk sem ber heitið Cantico.
Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar, hefur sent frá sér tvöfaldan hljómdisk sem ber heitið Cantico. Á honum eru ný verk eftir íslenska höfunda, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Viktor Orra Árnason, sem samin voru fyrir kórinn á 100 ára afmæli hans árið 2016 og valin meistaraverk 20. aldarinnar sem karlakórar um allan heim sækja í. Eru það verk eftir Benjamin Britten, Gustav Holst, Samuel Barber, Randall Thompson, Francis Poulenc og Camille Saint-Säens. Flytjendur, ásamt kórnum, eru Benedikt Kristjánsson tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari auk kammerhópa sem hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands skipa.