— Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Alls konar fínerí mátti finna á jólamarkaðinum á Hjartatorgi í miðborg Reykjavíkur um helgina. Sitthvað matarkyns var þar á boðstólum, sem og listmunir og jólavörur.
Alls konar fínerí mátti finna á jólamarkaðinum á Hjartatorgi í miðborg Reykjavíkur um helgina. Sitthvað matarkyns var þar á boðstólum, sem og listmunir og jólavörur. Stemningin var létt og skemmtileg og auðvitað mættu jólasveinar á svæðið og léku á als oddi. Markaðir með jólavarning eru haldnir í flestum byggðum landsins og alltaf finnast leiðir til slíks, þótt sóttvarnir geri málin stundum snúin í framkvæmd.