Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið í liðinni viku um erfiða stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og benti á að hagtölur sýndu hve alvarleg efnahagsstaðan væri vegna kórónuveirufaraldursins:

Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið í liðinni viku um erfiða stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og benti á að hagtölur sýndu hve alvarleg efnahagsstaðan væri vegna kórónuveirufaraldursins:

„Samdráttur í landsframleiðslu mælist nú meiri en í bankahruninu, atvinnuleysi hefur aldrei mælst hærra og nú stefnir í að 30 þúsund manns verði án atvinnu um áramótin. Áhrif kreppunnar hér heima eru þung í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Því skýtur skökku við að laun á Íslandi séu ekki aðeins ein þau hæstu í heimi heldur séu launahækkanir mun hærri en þær sem við sjáum meðal flestra vestrænna ríkja. Á öðrum ársfjórðungi hækkuðu laun hér á landi um 6,5% milli ára en til samanburðar hækkuðu laun að meðaltali um 1,9% á hinum Norðurlöndunum. Á sama tíma er atvinnuleysi hér eitt það hæsta í Evrópu. Ekki alls kostar ósvipað þeim atvinnuleysistölum sem við sjáum í syðri hluta álfunnar.

Fyrir vinnuaflsfreka atvinnugrein eins og ferðaþjónustu kemur hár launakostnaður beint niður á áfangastaðnum Íslandi, sem er í beinni samkeppni um ferðamenn við önnur lönd.“

Ásdís lýsir þarna grafalvarlegri stöðu en vandinn er sá að viðsemjendur SA og fleiri fulltrúar launþega á vinnumarkaði láta sem hér ríki enn góðæri. Launahækkanirnar sem Ásdís nefnir halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og því miður er fyrirsjáanlegt að þeim muni fylgja meira atvinnuleysi og auknir erfiðleikar fjölskyldnanna í landinu.