Múrbrjótar Geir Finnsson og Tinna Isebarn frá LUF og Steinunn Ólína Hafliðadóttir og Berglind Brá Jóhannsdóttir frá Flóru með viðurkenningarnar.
Múrbrjótar Geir Finnsson og Tinna Isebarn frá LUF og Steinunn Ólína Hafliðadóttir og Berglind Brá Jóhannsdóttir frá Flóru með viðurkenningarnar.
Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar var afhentur á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks 3. desember sl. Athöfnin fór fram í streymi frá Grand hóteli.

Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar var afhentur á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks 3. desember sl. Athöfnin fór fram í streymi frá Grand hóteli. Að þessu sinni fengu tveir aðilar viðurkenninguna; veftímaritið Flóra og Landssamband ungmennafélaga, LUF.

Þroskahjálp hefur veitt viðurkenningu á þessum degi frá árinu 1993 og Múrbrjótinn frá 1999. Viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna hafa brotið niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks, þannig að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu.

Veftímaritið Flóra fær Múrbrjótinn fyrir að skapa vettvang þar sem reynsluheimur fatlaðra kvenna fær umfjöllun og honum lyft í femínískri umræðu, eins og segir í tilkynningu. LUF fær viðurkenninguna vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk. Viku eftir stofnun ungmennaráðs Þroskahjálpar var því boðin aðild að LUF, svo dæmi sé tekið.