Söfnun Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Íslands, til vinstri á myndinni, tekur við styrk frá fulltrúa Nettó, við athöfn í Mjóddinni.
Söfnun Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Íslands, til vinstri á myndinni, tekur við styrk frá fulltrúa Nettó, við athöfn í Mjóddinni.
Rúmlega 10 milljónir króna söfnuðust í góðgerðarátakinu Notum netið til góðra verka sem lágvöruverðsverslunin Nettó stóð fyrir í nóvember. Átakið fól í sér að 200 krónur af hverri pöntun úr netversluninni runnu til góðgerðarmála.

Rúmlega 10 milljónir króna söfnuðust í góðgerðarátakinu Notum netið til góðra verka sem lágvöruverðsverslunin Nettó stóð fyrir í nóvember. Átakið fól í sér að 200 krónur af hverri pöntun úr netversluninni runnu til góðgerðarmála. Það kom svo í hlut viðskiptavina að velja málefni til að styrkja og bárust yfir 2.000 tillögur. Í heild hefur Nettó veitt um 44 milljónum króna til góðgerðarmála í ár, segir í tilkynningu.

Meirihluti styrkjanna rennur til samtaka eins og Fjölskylduhjálpar Íslands og annarra samtaka sem sjá um matargjafir. „Á sama tíma styðjum við önnur brýn málefni eins og Ljósið og Píeta-samtökin,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Söfnunarféð úr Notum netið til góðra verka var veitt ýmsum góðgerðarfélögum við hátíðlega athöfn í Nettó Mjódd fyrir helgi í tilefni Nettódagsins. Fulltrúar flestra góðgerðarsamtakanna mættu til að veita þeim viðtöku en sökum Covid-19-faraldursins var umfangið minna en síðastliðin ár.