Meistarar Vålerenga fagnar fyrsta Noregsmeistaratitlinum í gær.
Meistarar Vålerenga fagnar fyrsta Noregsmeistaratitlinum í gær. — Ljósmynd/Vålerenga
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fagnaði í gær norska meistaratitlinum í fótbolta er lið hennar Vålerenga vann sannfærandi 4:0-sigur á Arna-Bjørnar í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Ingibjörg kom Vålerenga í 2:0 á 17.

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fagnaði í gær norska meistaratitlinum í fótbolta er lið hennar Vålerenga vann sannfærandi 4:0-sigur á Arna-Bjørnar í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Ingibjörg kom Vålerenga í 2:0 á 17. mínútu með sínu fimmta marki á tímabilinu, en hún hefur aldrei skorað eins mikið á einu tímabili. Með sigrinum fullkomnaði hún góða knattspyrnuviku en Ingibjörg lék allan leikinn er Ísland vann Ungverjaland ytra í undankeppni EM síðastliðinn þriðjudag, 1:0, en sigurinn tryggði íslenska liðinu sæti á lokamóti EM á Englandi sumarið 2022.

Meistaratitillinn er sá fyrsti hjá Vålerenga en Lillestrøm er meistari síðustu sex ára. Ingibjörg gekk í raðir norska félagsins frá Djurgården í Svíþjóð fyrir tímabilið og lék 16 af 18 leikjum liðsins í deildinni á leiktíðinni og var í lykilhlutverki.

Tímabilið er ekki búið hjá Vålerenga því liðið mætir danska liðinu Brøndby í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram 10. desember í Noregi. Þá mætast Vålerenga og Lillestrøm í úrslitaleik norska bikarsins þremur dögum síðar.