ESB Michel Barnier fer fyrir samninganefnd ESB í viðræðunum.
ESB Michel Barnier fer fyrir samninganefnd ESB í viðræðunum. — AFP
Nokkur framgangur er í samningaviðræðum á milli Breta og Evrópusambandsins vegna útgöngu Breta úr sambandinu.

Nokkur framgangur er í samningaviðræðum á milli Breta og Evrópusambandsins vegna útgöngu Breta úr sambandinu.

Samkvæmt frétt The Guardian virðist sem höggvið hafi verið á hnút í helsta deilumálinu sem sneri að fiskveiðiréttindum Evrópusambandsins í breskri lögsögu. Er niðurstaðan sögð sú að fiskveiðiskip úr löndum Evrópusambandsins geti áfram veitt innan breskrar lögsögu en þau munu svo smátt og smátt minnka veiðar sínar á næstu fimm til sjö árum. Seint í gærkvöldi var enn fundað. Var rætt um kröfu ESB um að Bretar undirgengjust lagaumhverfi um umhverfisvernd, félagsleg réttindi og starfsmannarétt. Öðrum kosti sæta tollum á breskan útflutning.