Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Pólverjum í vináttulandsleik í Poznan 8. júní næsta sumar og þar með liggur fyrir að fimm fyrstu leikir liðsins á árinu 2021 verða allir á útivelli.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Pólverjum í vináttulandsleik í Poznan 8. júní næsta sumar og þar með liggur fyrir að fimm fyrstu leikir liðsins á árinu 2021 verða allir á útivelli. Ísland leikur í Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í lok mars og mætir síðan Færeyjum í vináttulandsleik í Þórshöfn 4. júní en heldur þaðan til Póllands. Síðan taka við fimm heimaleikir í undankeppni HM í september og október áður en þeirri keppni lýkur með tveimur útileikjum í nóvember.