Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason hefur, ásamt hinum átta þingmönnum Miðflokksins, lagt fram tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Samkvæmt tillögunni felur Alþingi ráðherrum ríkisstjórnarinnar að leggja fram frumvarp þess efnis að greiðendum útvarpsgjalds skuli heimilt að ráðstafa allt að þriðjungi gjaldsins til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins. Í greinargerð með tillögunni er meðal annars bent á að rými þurfi að vera fyrir aðra öfluga fjölmiðla á markaðnum, „fjölmiðla sem geti veitt Ríkisútvarpinu aðhald og um leið aukið fjölbreytileika þjóðfélagsumræðunnar og eflt frekar skilning almennings á henni“.

Bergþór Ólason hefur, ásamt hinum átta þingmönnum Miðflokksins, lagt fram tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Samkvæmt tillögunni felur Alþingi ráðherrum ríkisstjórnarinnar að leggja fram frumvarp þess efnis að greiðendum útvarpsgjalds skuli heimilt að ráðstafa allt að þriðjungi gjaldsins til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins. Í greinargerð með tillögunni er meðal annars bent á að rými þurfi að vera fyrir aðra öfluga fjölmiðla á markaðnum, „fjölmiðla sem geti veitt Ríkisútvarpinu aðhald og um leið aukið fjölbreytileika þjóðfélagsumræðunnar og eflt frekar skilning almennings á henni“.

Þá er bent á að margt hafi komið fram að undanförnu sem sýni „að stjórnendur Ríkisútvarpsins telji sig hafa sjálfdæmi um það hvernig staðið er að rekstri þess. Bæði Ríkisendurskoðun og fjölmiðlanefnd hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi Ríkisútvarpsins og framkvæmd á ýmsum lögbundnum skilyrðum sem gilda um rekstur stofnunarinnar“.

Loks er bent á að sóknargjöldin séu nefskattur á borð við útvarpsgjald og kveðið sé á um að trúfélög og lífsskoðunarfélög skuli eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti en skattgreiðandinn velji til hvaða safnaðar gjaldið renni.

Þetta er gagnleg ábending en um leið vísbending um að tillaga miðflokksmanna gangi heldur skammt, þar sem hún gengur út frá því að einungis þriðjungur sé færanlegur.