Arthur Bogason
Arthur Bogason
36. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda lauk í gær með kjöri formanns. Tveir voru í kjöri, Arthur Bogason og Gunnar Ingiberg Guðmundsson. Arthur hlaut 32 atkvæði og Gunnar Ingiberg 10, tveir sátu hjá.

36. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda lauk í gær með kjöri formanns. Tveir voru í kjöri, Arthur Bogason og Gunnar Ingiberg Guðmundsson. Arthur hlaut 32 atkvæði og Gunnar Ingiberg 10, tveir sátu hjá. Arthur er ekki óvanur formennsku í LS þar sem hann gegndi embættinu 1985-2013. Hann tekur við formennsku af Þorláki Halldórssyni sem kjörinn var formaður á aðalfundi 2019.

Þetta var þriðji hluti aðalfundar LS og var haldinn með fjarfundabúnaði, eins og þeir fyrri. Fyrsti hluti fundarins fór fram 15. október, en þar var ákveðið að fresta fundi og skoða alla möguleika til að halda hefðbundinn fund. Það tókst ekki og var annar fundurinn haldinn 11. desember. Á milli funda var meðal annars fundað um hagsmunamál smábátasjómanna í nefndum.