Stjórn Sorpu bs. hefur ráðið Jón Viggó Gunnarsson í starf framkvæmsdastjóra. Hann tekur við starfinu af Helga Þór Ingasyni sem gegnt hefur starfinu tímabundið frá því að Björn H. Halldórsson hvarf frá fyrirtækinu í kjölfar þess að framkvæmdir við byggingu nýrrar gas- og jarðgerðarstðvar í Álfsnesi fóru úr böndunum og komu fyrirtækinu í alvarlegan rekstrarvanda.
Jón Viggó, sem er véla- og rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg, hefur til þessa gegnt starfi deildarstjóra á skrifstofu framkvæmdastjóra Sorpu. Jón Viggó stofnaði Thor Data center og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 2008-2011.