Íslenski dansflokkurinn hreppti ásamt samstarfshópnum, Norska dansflokknum, hin virtu norsku menningarverðlaunin Subjektprisen 2020 fyrir sviðslistaverk ársins, verkið DuEls.
Íslenski dansflokkurinn hreppti ásamt samstarfshópnum, Norska dansflokknum, hin virtu norsku menningarverðlaunin Subjektprisen 2020 fyrir sviðslistaverk ársins, verkið DuEls. Verkið er eftir Ernu Ómarsdóttur listdansstjóra Íslenska dansflokksins og Damien Jalet og var frumsýnt í hinu kunna Vigeland-safni í Osló í febrúar í ár, 2020. Gagnrýnendur lofuðu verkið og var uppselt á allar sjö sýningarnar. Stefnt er að því að færa DuEls á svið hér á landi á nýju ári.