Árni Þormóður Hansen fæddist 19.12. 1905 á Sauðá í Borgarsveit í Skagafirði. Hann var yngsti sonur átta barna bændahjónanna Hans Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur Hansen á Sauðá.

Árni Þormóður Hansen fæddist 19.12. 1905 á Sauðá í Borgarsveit í Skagafirði. Hann var yngsti sonur átta barna bændahjónanna Hans Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur Hansen á Sauðá. Árni fluttist ungur til Sauðárkróks og vann tilfallandi vinnu þar til hann fékk vinnu hjá Vegagerðinni, en Kristján bróðir hans var þá verkstjóri þar. Árni kvæntist Rannveigu Þorkelsdóttur Hansen og voru þau samrýnd hjón en varð ekki barna auðið.

Árni var mikill verkalýðssinni og var formaður verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki frá 1935-9 og var sæmdur heiðursnafnbót hreyfingarinnar 1953. Hann var ötull talsmaður lítilmagnans og vinnandi fólks, en var virkastur í félagsmálunum framan af ævinni, en hann átti við talsverð veikindi að stríða seinni hluta ævinnar. Árið 1943 varð Árni verkstjóri hjá Vegagerðinni og var farsæll í starfi og hélst mjög vel á mönnum, enda þótti hann ákveðinn en sanngjarn. Hann var kjörinn heiðursfélagi Verkstjórafélaga Skagafjarðar og Húnavatnssýslu árið 1972.

Árni og Rannveig bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki og þóttu einstaklega góð heim að sækja.

Árni lést 16. maí 1988.