Hallgrímur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 11. apríl 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. desember 2020.
Foreldrar hans voru Sigurður Einar Einarsson, f. 13. febrúar 1899, d. 23. maí 1984, bóndi á Hólavatni í Austur-Landeyjum, og kona hans Elín Jónína Ingvarsdóttir, f. 1. mars 1906, d. 17. mars 1991. Systir hans er Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 1950.
Hallgrímur kvæntist 11. janúar 1969 Margréti Helenu Högnadóttur, f. 19. október 1939, d. 27. maí 2020. Foreldrar hennar voru Högni Kristófersson, bóndi í Mið-Dal, Vestur-Eyjafjallahreppi, f. 18.4. 1896, d. 1.2. 1969, og kona hans Anný Sofie Kristófersson, f. 12.4. 1918, d. 25.11. 1965.
Börn Hallgríms og Margrétar eru: 1) Elín Sigríður, f. 1968, maki Sigurjón Eyþór Einarsson, f. 1965, börn þeirra eru a) Hrafnhildur Elínardóttir, f. 1987, maki Emilian Jasinski, f. 1990, börn þeirra eru Alexandra Barbara, f. 2011, Sigurður Einar, f. 2016, og Natalía Rós f. 2017. b) Íris, f. 1991, barn hennar er Emilía Elín, f. 2016. c) Einar Vignir, f. 1996. 2) Anna Helga, f. 1970, börn hennar eru a) Guðjón Arnar Kristinsson, f. 1989, maki Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1990, börn þeirra eru Jóhann Jakob, f. 2013, og stúlka óskírð, f. 2020. b) Bjarni Þór Guðmundsson, f. 1991. c) Eydís Ósk Guðmundsdóttir, f. 1993, maki Dagur Egilsson, f. 1988, börn þeirra eru Valtýr Nökkvi, f. 2011, og Ísold Nótt, f. 2015. 3) Hafdís Björk, f. 1972, d. 2019, eftirlifandi maki Sæmundur Ólafsson, f. 1978, barn þeirra er Margrét Alda, f. 2006.
Hallgrímur var lengst af bóndi á Hólavatni og eftir að þau hjón brugðu búi vann hann við ýmis störf, aðallega sem vörubílstjóri og vélaviðgerðamaður.
Útför Hallgríms fer fram frá Áskirkju í dag, 5. janúar 2021, klukkan 13.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Elsku pabbi minn, ég þakka samfylgdina í gegnum lífið.
Þín dóttir,
Elín Sigríður
Hallgrímsdóttir.
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ekki datt mér í hug að þú færir svona fljótt, Halli minn, en eftir að Stúlla þín kvaddi hrakaði þér mikið. Það er sárt að geta ekki hringt í þig bara til að spjalla. Þú varst duglegur að koma og sitja hjá henni Margréti Öldu afabarni þínu og maður gat oft leitað til þín ef maður þurfti einhverja aðstoð. Þér fannst gaman að koma í Hjaltabakkann til að spjalla eða bara til þess að fá þér kaffibolla. Þú varst alltaf svo opinn og ég er svo þakklátur að hafa kynnst þér en núna ertu kominn til hennar Stúllu þinnar og Hafdísar dóttur þinnar.
Sæmundur
Ólafsson.