Varamaður Ljósvakari tara leið í martröð eins og varamanninum sem Laddi lék eftirminnilega.
Varamaður Ljósvakari tara leið í martröð eins og varamanninum sem Laddi lék eftirminnilega.
Martraðir eru oftar en ekki furðulegar. Þannig dreymdi mig um daginn að ég væri kominn í íslenska landsliðið í knattspyrnu og beið á bekknum nötrandi af ótta yfir því að ég yrði sendur inn á í mikilvægum leik.

Martraðir eru oftar en ekki furðulegar. Þannig dreymdi mig um daginn að ég væri kominn í íslenska landsliðið í knattspyrnu og beið á bekknum nötrandi af ótta yfir því að ég yrði sendur inn á í mikilvægum leik. Verra gæti það varla verið þar sem ég kann lítið sem ekkert fyrir mér í þeirri íþrótt. Sem betur fer var ég ekki sendur inn á en landsliðið tapaði svo svakalega að annað eins hafði ekki sést frá Danaleiknum sögufræga.

Ekki bætti úr skák þegar næsti kafli martraðarinnar tók við en hann snerist um áramótaskaup hins hryllilega árs 2020. Skaupið var auðvitað ömurlegt, ekki einn einasti fyndinn brandari. Það var álíka fyndið og kórónuveiran sem veldur Covid-19. Og það sem kórónaði ömurleikann var sú ákvörðun leikstjóra og handritshöfunda að hafa ekkert lokalag. Skaupið endaði bara allt í einu og fjölskyldan sat hnípin eftir í stofunni. Að vísu endaði hið raunverulega skaup á slöppu lokalagi en annað í því þótti mér fyndið.

Það hefði verið í takt við árið 2020 að hafa skaupið ömurlegt. En sem betur fer var það bara mjög skemmtilegt og höfundar þess eiga hrós skilið fyrir að takast á við þetta annus horribilis. Vonandi verður 2021 annus mirabilis.

Helgi Snær Sigurðsson

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson