Félagar Eugene Wright og Dave Brubeck bera saman bækur sínar við flygilinn.
Félagar Eugene Wright og Dave Brubeck bera saman bækur sínar við flygilinn.
Djassbassaleikarinn Eugene Wright, sem lék með hinum rómaða kvartett Daves Brubecks, er látinn, 97 ára að aldri. Wright, sem var kallaður „senatorinn“, var síðasti eftirlifandi meðlimur þessa eins vinsælasta kvartetts djasssögunnar.

Djassbassaleikarinn Eugene Wright, sem lék með hinum rómaða kvartett Daves Brubecks, er látinn, 97 ára að aldri. Wright, sem var kallaður „senatorinn“, var síðasti eftirlifandi meðlimur þessa eins vinsælasta kvartetts djasssögunnar.

Wright lék með mörgum öðrum kunnum djassleikurum en er þekktastur fyrir leikinn í kvartett Brubecks á árunum 1958 til 1968 en auk þeirra Brubecks voru í honum Paul Desmond á altsaxófón og Joe Morello á trommur. Kvartettinn hljóðritaði um 30 plötur á þessum áratug og meðal annars hin klassísku lög „Take Five“ og „Blue Rondo à la Turk“. Wright var eini svarti meðlimurinn og er frægt að Brubeck neitaði ítrekað að leika án Wrights í suðurríkjum Bandaríkjanna þegar tónleikahaldarar þar vildu ekki sjá svartan mann leika með hvítum.

Wright fæddist í Chicago og lék fyrst á kornett, en hann skipti yfir í bassann og lék meðal annars í hljómsveitum Counts Basies og Errolls Garners, og með Billie Holiday og Charlie Parker áður en hann gekk í kvartett Brubecks.