Herbert Guðmundsson mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hann gerði upp árið 2020 og deildi með þeim Kristínu Sif, Ásgeiri Páli og Jóni Axeli hvað hefur drifið á daga hans á liðnu ári.
Herbert Guðmundsson mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hann gerði upp árið 2020 og deildi með þeim Kristínu Sif, Ásgeiri Páli og Jóni Axeli hvað hefur drifið á daga hans á liðnu ári. Venjulega er nóg að gera hjá Herberti en vegna Covid-19 hafa undanfarnir tíu mánuðir verið mjög rólegir hjá honum. Hann segist því hafa nýtt tímann vel í að skapa tónlist. Á síðasta ári undirgekkst Herbert hjartaþræðingu eftir að í ljós kom að um 70% þrenging var í vinstri kransæð hans. Um tíma stundaði Herbert búddisma en nú segist hann hættur þeirri iðju og viðurkennir að vera kominn aftur „heim til Guðs“. Viðtalið við Herbert má nálgast í heild sinni á K100.is.