Viðskipti Einstaklingar hafa tekið við sér í hlutabréfakaupum á markaði.
Viðskipti Einstaklingar hafa tekið við sér í hlutabréfakaupum á markaði. — Morgunblaðið/Þórður
Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland, segir að tvöföldun á þátttöku einstaklinga á hlutabréfamarkaði sé að sínu mati það markverðasta sem gerðist á árinu 2020 í Kauphöllinni.

Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland, segir að tvöföldun á þátttöku einstaklinga á hlutabréfamarkaði sé að sínu mati það markverðasta sem gerðist á árinu 2020 í Kauphöllinni.

„Síðustu sex til sjö ár hafa um það bil 8.000 manns verið með vörslureikning hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð, og það hefur haldist nokkurn veginn óbreytt milli ára, þar til nú.“ Hann segir að ástæðurnar séu annars vegar neikvæðir raunvextir og hins vegar velheppnað hlutafjárútboð Icelandair. Íslendingar séu þó enn eftirbátar hinna norrænu landanna með þátttökuna. 12